Hildur Þórisdóttir þriðja hjá Samfylkingunni

Seyðfirðingurinn Hildur Þórisdóttir er efst Austfirðinga á lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. Tillögur kjörstjórnar um listann voru kynntar í gær.


Fjórir aðrir Austfirðingar eru á listanum og í næsta sæti fyrir neðan Hildi er Bjartur Aðalbjörnsson, leiðbeinandi frá Vopnafirði.

Að auki eru þar Bjarki Ármann Oddsson sviðsstjóri frá Eskifirði, Eydís Ásbjörnsdóttir, bæjarfulltrúi frá Eskifirði og Almar Blær Sigurjónsson, flugvallarstarfsmaður frá Reyðarfirði.

1. Logi Már Einarsson – Akureyri
2. Erla Björg Guðmundsdóttir – Akureyri
3. Hildur Þórisdóttir – Seyðisfjörður
4. Bjartur Aðalbjörnsson – Vopnafjörður
5. Kjartan Páll Þórarinsson – Húsavík
6. Silja Jóhannesdóttir – Raufarhöfn
7. Bjarki Ármann Oddsson – Eskifjörður
8. Magnea Marinósdóttir – Þingeyjarsveit
9. Úlfar Hauksson – Akureyri
10. Ólína Freysteinsdóttir – Akureyri
11. Pétur Maack – Akureyri
12. Sæbjörg Ágústsdóttir – Ólafsfjörður
13. Arnar Þór Jóhannesson – Akureyri
14. Eydís Ásbjörnsdóttir – Eskifjörður,
15. Almar Blær Sigurjónsson – Reyðarfjörður
16. Nanna Árnadóttir – Ólafsfjörður
17. Arnór Benónýsson – Þingeyjarsveit
18. Sæmundur Pálsson – Akureyri
19. Svanfríður I. Jónasdóttir – Dalvík
20. Kristján L. Möller – Siglufjörður

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.