Héraðsbúar drógu kjörsóknina niður

Kjörsókn í sveitarstjórnarkosningum í nýju, sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi í dag fór naumlega yfir 60%. Best var hún á Borgarfirði en verst á Fljótsdalshéraði.

Á Borgarfirði var kjörsókn 80% en var 69,15 í sveitarstjórnarkosningunum 2018. Samkvæmt upplýsingum Austurfréttar hafa Borgfirðingar aldrei séð viðlíka utankjörfundarsókn en 45% þeirra sem greiddu atkvæði þá leiðina. Verið var að smala fé þar í dag.

Á Djúpavogi var kjörsókn svipuð og fyrir tveimur árum, 73,56% nú samanborið við 76,51% þá.

Á Seyðisfirði var kjörsókn töluvert lakari nú eða 72,57% samanborið við 86,92% fyrir tveimur árum. Það er viðlíka fall og á Fljótsdalshéraði þar sem kjörsóknin nú var 59,83% en 71,64% fyrir tveimur árum. Þar búa hins vegar um 75% íbúa í nýju sveitarfélagi og draga Héraðsbúar því verulega niður heildarkjörsóknina sem var 63,5%.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar