Hafliði Hörður nýr útibússtjóri Arion-banka á Egilsstöðum

Hafliði Hörður Hafliðason hefur verið ráðinn nýr útibússtjóri Arion-banka á Egilsstöðum.


Hafliði Hörður hefur verið viðskiptastjóri í útibúi Arion banka á Egilsstöðum frá árinu 2012 en starfaði áður sem framkvæmdastjóri hjá Þróunarfélagi Austurlands.

Hafliði Hörður er sagnfræðingur með MA nám í stjórnmálafræði og alþjóðasamskiptum. Hann er uppalinn á Siglufirði en hefur verið búsettur á Egilsstöðum frá árinu 2006.

Hann tekur við starfinu af Guðmundi Ólafssyni sem farinn er til starfa fyrir Arion-banka á Akureyri.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar