Hægt að sjá leikritið Fullkomið brúðkaup á netinu

Leikfélag Fljótsdalshéraðs ætlar að bjóða upp á þá nýjung að hægt verður að sjá leikritið Fullkomið brúðkaup á netinu með því að kaupa aðgang að því. Er þetta gert vegna takmarkana á gestafjölda á sýningum sökum sóttvarnarreglna.

Sólveig Heiðrún Stefánsdóttir framkvæmdastjóri leikfélagsins segir að þeir sem hafi áhuga á að sjá sýninguna á netinu hjá sér heima í stofu geti sent tölvupóst á netfang leikfélagsins. Netfangið er This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Þegar búið er að ganga frá greiðslu fær viðkomandi sendan hlekk til sín sem gefur honum aðgang að sýningunni,“ segir Sólveig Heiðrún.

Vegna sóttvarnarreglna er aðeins mögulegt að hafa 20 gesti til staðar við hverja sýningu á Iðavöllum. Frumsýning á verkinu er áformuð þann 31. október n.k.

Guðjón Sigvaldason er leikstjóri en leikarar eru Hrefna Hlín Sigurðardóttir, Jón Vigfússon, Sandra Dís Linnet ,Fjóla Egedía Sverrisdóttir, Trausti Dagbjartsson og Lilja Iren Gjerde.


Mynd: Leikararnir í Fullkomið brúðkaup.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.