Gul veðurviðvörun um allt Austurland

Veðurstofan hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir allt Austurland í kvöld og á morgun. Veðrið er þegar byrjað að versna.

Á vefsíðu Veðurstofunnar segir að á Austurlandi að Glettingi muni gang í suðvestan 18-25 m/s með vindhviðum yfir 40 m/s. Lausamunir geta fokið og tafir orðið á umferð. Gengur í norðvestanátt með slyddu eða snjókomu seint í kvöld.

Á Austfjörðum segir að ganga muni í vestan og síðan norðvestan 18-23 m/s með vindhviðum yfir 40 m/s. Lausamunir geta fokið og tafir orðið á umferð.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar