Góð veiði af glimrandi síld

Beitir NK kom til Neskaupstaðar í gærkvöldi með 1.300 tonn af síld. Löndun úr honum hófst strax og löndun úr Berki NK lauk en Börkur var með 860 tonn.

Þetta kemur fram á vefsíðu Síldarvinnslunnar.Vefsíðan ræddi við Tómas Kárason skipstjóra á Beiti og spurði hvar skipið hefði verið að veiðum.

„Við fengum þetta utarlega í Norðfjarðardýpinu, alveg út við kantbrún. Þarna var síldin stærri og betri en síldin sem fengist hefur nær landi. Þessi síld er að meðaltali um 400 grömm og alveg glimrandi hráefni,“ segir Tómas

„Það var mikið að sjá af síld þarna á meðan við vorum að veiðum. Hún heldur sig niðri við botn yfir daginn en á næturna kemur hún upp. Það er yfirleitt mikil ferð á henni.“

Á myndinni sést eitt holið hjá Beiti. Mynd: Helgi Freyr Ólason

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.