Fullkomnu brúðkaupi aflýst, leikari kominn í sóttkví

Búið er að aflýsa sýningu Leikfélags Fljótsdalshéraðs á leikritinu Fullkomið brúðkaup í kvöld. Ástæðan er að einn af leikurum er kominn í úrvinnslusóttkví.

Sólveig Heiðrún Stefánsdóttir framkvæmdastjóri leikfélagsins segir að leikarinn hafi fundið fyrir einkennum sem líkjast COVID sýkingu í dag og því hafi verið ákveðið að hann færi strax í úrvinnslusóttkví. Sýni verður ekki tekið fyrr en eftir helgina. Leikhópurinn hefur ákveðið að fara í sjálfskipaða sóttkví uns niðurstaða sýnatökunnar liggur fyrir.

„Við ákváðum að taka enga áhættu og stunda ábyrgar forvarnir og hlýða fyrirmælum um sóttvarnir," segir Sólveig Heiðrún. „Það verður því ekkert úr leiksýningum þetta árið.“

Eins og kom fram í frétt hér á Austurfrétt fyrr í dag átti sýningin í kvöld að vera frumsýning leikritsins og jafnframt sú eina. Sólveig segir að hún sé nú að hafa samband við alla þá sem boðað hafi komu sína á leikritið í kvöld. 

Mynd: Frá æfingum á Fullkomið brúðkaup.
Uppfært: Með upplýsingum um sjálfskipaða sóttkví leikhóps.


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.