Framlengja frest fyrir íþrótta- og tómstundastyrki

Vegna COVID hefur Fjarðabyggð framlengt umsóknarfrest fyrir íþrótta- og tómstundastyrki til 30. júlí næstkomandi. Þetta kemur fram á vefsíðu sveitarfélagins.

 

"Fjarðabyggð greiðir íþrótta- og tómstundastyrk með börnum fæddum á árunum 2005 til 2014 sem eru með lögheimili á heimili þar sem heildartekjur framfærenda, einstaklings, hjóna eða sambúðarfólks, voru að meðaltali lægri en 740.000 kr. á mánuði á tímabilinu mars til júlí 2020. Styrkurinn er greiddur vegna íþrótta- og tómstundastarfs á skólaárinu 2020-2021 og sumarið 2021, allt að 45.000 kr. fyrir hvert barn. Umsóknarfrestur um styrkina hefur nú verið framlengdur til 30. júlí," segir á vefsíðunni.


"Umsækjandi kannar rétt til styrksins á www.island.is/styrkur-til-ithrotta-og-tomstundastarfs. Ef umsækjandi á rétt á styrknum er sótt um á íbúagátt Fjarðabyggðar, www.fjardabyggd.is og þarf að framvísa kvittunum fyrir kostnaði vegna umræddra tómstunda."

Mynd: fjardabyggd.is

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar