Fjórum bjargað úr bát við Papey

Fjórum einstaklingum var í kvöld bjargað úr litlum fiskibáti, en leki kom að bátnum eftir að hann tók niður á grynningu austur af Papey.

Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni kemur fram að stjórnstöð hennar hafi borist neyðarkall frá áhöfn skipsins klukkan 20:55. Strax voru björgunarsveitir á Suðaustur- og Austurlandi kallaðar út á hæsta forgangi. Þá tók þyrla Landhelgisgæslunnar stefnu að slysstað en hún var á æfingu er útkallið kom.

Jafnframt var óskað eftir að skip og bátar í grenndinni héldu á staðinn. Klukkan 21:20 hafði tekist að bjarga þeim fjórum sem voru í áhöfn fiskibátsins um borð í annan fiskibát sem kom á staðinn.

Verið að draga bátinn til Djúpavogs en reynt er að halda honum á floti með dælum um borð. Hafdís, björgunarskip Fáskrúðsfirðinga, er komið á staðinn en björgunarskip frá Hornafirði og Norðfirði voru afturkölluð. Þyrlan er í viðbragðsstöðu á Hornafirði. Umhverfisstofnun hefur verið upplýst um málið.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.