Fjölskyldusýning fyrir alla aldurshópa
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 28. okt 2022 08:59 • Uppfært 28. okt 2022 09:03
„Þegar kom að því að velja verk fyrir veturinn vorum við mjög spennt fyrir því að geta loksins farið að sýna aftur á Egilsstöðum og þá lá beinast við að velja fjölskyldusýningu sem að hentað gæti öllum aldurshópum.“
Þetta segir Berglind Hönnudóttir hjá Leikfélagi Fljótdalshéraðs en um helgina mun leikfélagið frumsýna fjölskyldusöngleikinn Gulleyjuna. Verkið er byggt á þekktri samnefndri skáldsögu Robert Louis Stevenson um ævintýri Langa Jóns Silfurs og félaga.
Leikritið er sýnt í Sláturhúsinu og verður frumsýning þess á morgun, laugardag, kl. 15.00
„Æfingaferlið hefur gengið mjög vel og hópurinn er skemmtilega fjölbreyttur,“ segir Berglind. „Tónlistin í verkinu er einstaklega skemmtileg og leikarar búnir að syngja lögin endalaust enda eru textarnir gott heilalím.“
Handritið og leikgerð er eftir Sigurð Sigurjónsson og Karl Ágúst Úlfsson. Tónlistin í verkinu er eftir Þorvald Bjarna Þorvaldsson. Leikstjóri verksins er Valgeir Skagfjörð
Með aðalhlutverk fara Víðir Már Pétursson sem Langi Jón Silfur, Ágúst Bragi Daðason sem Jim Hawkins og Árný Birna Eysteinsdóttir og Sólgerður Vala Kristófersdóttir sem Beta.
Mynd: Frá æfingu á Gulleyjan. Mynd: Aðsend
Leikritið er sýnt í Sláturhúsinu og verður frumsýning þess á morgun, laugardag, kl. 15.00
„Æfingaferlið hefur gengið mjög vel og hópurinn er skemmtilega fjölbreyttur,“ segir Berglind. „Tónlistin í verkinu er einstaklega skemmtileg og leikarar búnir að syngja lögin endalaust enda eru textarnir gott heilalím.“
Handritið og leikgerð er eftir Sigurð Sigurjónsson og Karl Ágúst Úlfsson. Tónlistin í verkinu er eftir Þorvald Bjarna Þorvaldsson. Leikstjóri verksins er Valgeir Skagfjörð
Með aðalhlutverk fara Víðir Már Pétursson sem Langi Jón Silfur, Ágúst Bragi Daðason sem Jim Hawkins og Árný Birna Eysteinsdóttir og Sólgerður Vala Kristófersdóttir sem Beta.
Mynd: Frá æfingu á Gulleyjan. Mynd: Aðsend