Ferðafólk sótt á Möðrudalsöræfi

Austfirskar björgunarsveitir fóru í dag til aðstoðar ferðalöngum í fjórum bílum sem fastir voru á Möðrudalsöræfum.

Sveitirnar Vopni og Jökull fóru til aðstoðar fólkinu. Samkvæmt upplýsingum frá Vopna höfðu ferðamennirnir hvorki tekið mark á lokunarskiltum né því að vegurinn var merktur ófær í kortum Vegagerðarinnar.

Ellefu manns voru í bílunum og var fólkið flutt niður í Jökuldal en bílarnir skildir eftir.

Á Fáskrúðsfirði var björgunarsveit kölluð út þegar þakgluggi fauk upp á íþróttahúsinu. Þegar komið var á staðinn var glugginn farinn og opinu því lokað með plötu.

Þá var Ársól á Reyðarfirði tvíveigs kölluð út vegna ferðalanga á Fagradal í dag.

Mikið hvassviðri hefur ríkt í fjórðungnum frá því um hádegi. Gert er ráð fyrir að það gangi niður á morgun.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar