Ferðafólk sótt á Möðrudalsöræfi

Austfirskar björgunarsveitir fóru í dag til aðstoðar ferðalöngum í fjórum bílum sem fastir voru á Möðrudalsöræfum.

Sveitirnar Vopni og Jökull fóru til aðstoðar fólkinu. Samkvæmt upplýsingum frá Vopna höfðu ferðamennirnir hvorki tekið mark á lokunarskiltum né því að vegurinn var merktur ófær í kortum Vegagerðarinnar.

Ellefu manns voru í bílunum og var fólkið flutt niður í Jökuldal en bílarnir skildir eftir.

Á Fáskrúðsfirði var björgunarsveit kölluð út þegar þakgluggi fauk upp á íþróttahúsinu. Þegar komið var á staðinn var glugginn farinn og opinu því lokað með plötu.

Þá var Ársól á Reyðarfirði tvíveigs kölluð út vegna ferðalanga á Fagradal í dag.

Mikið hvassviðri hefur ríkt í fjórðungnum frá því um hádegi. Gert er ráð fyrir að það gangi niður á morgun.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.