Farþegarnir komnir austur

Þeir 40 fjörutíu farþegar sem áttu bókað flug austur í Egilsstaði í morgun en þurftu að lenda á Akureyri vegna bilunar í vel Air Iceland Connect eru komnir a áfangastað.


Eftir lendingu á Akureyri fengu farþegarnir far austur með rútu, en þangað komu þeir um klukkan eitt.

Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri flugfélagsins segir að ekki verði frekari raskanir a innanlandsflugi í dag. Fella þurfti niður morgunflug frá Egilsstöðum vegna bilunarinnar. Leigð var vel í flug til Kulusuk á Grænlandi en miðdegisvél í Egilsstaði er á áætlun.

Vélinni var lent a Akureyri efrir að reykur kom upp i flugstjórnarklefa. Bilunin hefur verið rakin til rafmagnstengis. Buið er að skipta um tengið, vélin verður ferjuð suður til Reykjavíkur og notuð i áætlunarflug í kvöld.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar