Farþegarnir komnir austur

Þeir 40 fjörutíu farþegar sem áttu bókað flug austur í Egilsstaði í morgun en þurftu að lenda á Akureyri vegna bilunar í vel Air Iceland Connect eru komnir a áfangastað.


Eftir lendingu á Akureyri fengu farþegarnir far austur með rútu, en þangað komu þeir um klukkan eitt.

Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri flugfélagsins segir að ekki verði frekari raskanir a innanlandsflugi í dag. Fella þurfti niður morgunflug frá Egilsstöðum vegna bilunarinnar. Leigð var vel í flug til Kulusuk á Grænlandi en miðdegisvél í Egilsstaði er á áætlun.

Vélinni var lent a Akureyri efrir að reykur kom upp i flugstjórnarklefa. Bilunin hefur verið rakin til rafmagnstengis. Buið er að skipta um tengið, vélin verður ferjuð suður til Reykjavíkur og notuð i áætlunarflug í kvöld.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.