Eldur kom upp í íbúð á Reyðarfirði

reydarfjordur_hofn.jpg
Par með ungt barn komst út úr íbúð sinni á Reyðarfirði eftir að eldur kom þar upp í gærmorgun. Faðirinn náði að slökkva eldinn áður en slökkviliðið kom á staðinn.

Eldurinn kom upp á baðherbergi en barnið var þar inni. Faðirinn kom því út og slökkti eldinn. Hann var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað vegna gruns um reykeitrun.

Nokkrar skemmdir urðu á íbúðinni. Lögreglan á Eskifirði rannsakar eldsupptök.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar