Eldur kom upp í íbúð á Reyðarfirði

reydarfjordur_hofn.jpg
Par með ungt barn komst út úr íbúð sinni á Reyðarfirði eftir að eldur kom þar upp í gærmorgun. Faðirinn náði að slökkva eldinn áður en slökkviliðið kom á staðinn.

Eldurinn kom upp á baðherbergi en barnið var þar inni. Faðirinn kom því út og slökkti eldinn. Hann var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað vegna gruns um reykeitrun.

Nokkrar skemmdir urðu á íbúðinni. Lögreglan á Eskifirði rannsakar eldsupptök.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.