Ekkert smit eystra

Enginn er með Covid-19 smit á Austurlandi né heldur nokkur í sóttkví. Aðgerðastjórn almannavarnanefndar á Austurlandi brýnir þó Austfirðinga til árvekni sem fyrr.

Aðgerðastjórnin segir ástandið enn afar viðkvæmd og bendir á að hve illa gengur gengur að hemja ferilinn erlendis. Smit geti því hæglega borist enn til landsins.

Því sé mikilvægt að fólk gæti ávallt að sér, einkum í samskiptum við þá sem það umgengst ekki reglulega eða ókunnuga. Þá þarf að halda fjarlægð, nota grímu og muna eftir handþvotti og sprittnotkun.

„Við fórum einbeitt og stóísk móti þeim óvænta stormi sem skall á fyrir rétt um ári síðan. Þannig munum við líka komast út úr honum í sameiningu og sameinuð sem fyrr.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar