Eitt brot á sóttkví til rannsóknar

Lögreglan á Austurlandi hefur til rannsóknar eitt mál þar sem grunur er um að einstaklingur hafi brotið gegn lögum um sóttkví. Ekkert nýtt smit hefur greinst í fjórðungnum í rúma viku.

Samkvæmt tölum á Covid.is eru 7 einstaklingar með virkt Covid-19 smit á Austurlandi og 23 í sóttkví. Síðast greindist smit í fjórðungnum sunnudaginn 16. ágúst.

Lögreglan á Austurlandi rannsakar eitt mál þar sem grunur er um að einstaklingur hafi brotið gegn lögum um sóttkví. Ekki fengust frekar upplýsingar um málið en að það væri til rannsóknar í dag.

Von er á Norrænu til Seyðisfjarðar í fyrramálið með um 160 farþega í fyrstu ferð ferjunnar á vetraráætlun. Ferjan stoppar á Seyðisfirði fram á miðvikudagskvöld. Sýni verða tekin úr farþegum á hafnarbakkanum á Seyðisfirði líkt og gert var í vor og byrjun sumars áður en farið var að skima á leiðinni til landsins og síðan fyrir brottför hingað.

Engin stór mál komu upp hjá lögreglunni á Austurlandi um helgina en fylgst var vel með umferð á svæðinu. Engin slys urðu á fólki í umferðinni um helgina.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar