Eitt brot á sóttkví til rannsóknar

Lögreglan á Austurlandi hefur til rannsóknar eitt mál þar sem grunur er um að einstaklingur hafi brotið gegn lögum um sóttkví. Ekkert nýtt smit hefur greinst í fjórðungnum í rúma viku.

Samkvæmt tölum á Covid.is eru 7 einstaklingar með virkt Covid-19 smit á Austurlandi og 23 í sóttkví. Síðast greindist smit í fjórðungnum sunnudaginn 16. ágúst.

Lögreglan á Austurlandi rannsakar eitt mál þar sem grunur er um að einstaklingur hafi brotið gegn lögum um sóttkví. Ekki fengust frekar upplýsingar um málið en að það væri til rannsóknar í dag.

Von er á Norrænu til Seyðisfjarðar í fyrramálið með um 160 farþega í fyrstu ferð ferjunnar á vetraráætlun. Ferjan stoppar á Seyðisfirði fram á miðvikudagskvöld. Sýni verða tekin úr farþegum á hafnarbakkanum á Seyðisfirði líkt og gert var í vor og byrjun sumars áður en farið var að skima á leiðinni til landsins og síðan fyrir brottför hingað.

Engin stór mál komu upp hjá lögreglunni á Austurlandi um helgina en fylgst var vel með umferð á svæðinu. Engin slys urðu á fólki í umferðinni um helgina.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.