Drangur enn við bryggju á Stöðvarfirði

Báturinn Drangur ÁR-307 liggur enn við löndunarbryggjuna í Stöðvarfjarðarhöfn. Vonast er til að hann verði fluttur þaðan í næsta mánuði. Drangur sökk í höfninni í október s.l.


Bjarni Stefán Vilhjálmsson hafnarvörður á Stöðvarfirði segir að verið sé að vinna í því að koma Drangi í burtu enda engin “bæjarprýði” að honum.

“Við þurfum að fara að losna við Drang frá löndunarbryggjunni enda munu línubátar og smábátar brátt þurfa að nota hana,” segir Bjarni Stefán. “Ef báturinn verður ekki fjarlægður bráðlega munum við flytja hann yfir í gömlu höfnina.”

Eftir að Drangur sökk var rætt um að flytja hann fljótlega, annað hvort suður eða til Reyðarfjarðar en ekkert varð úr þeim áformum.

“Það á að flytja Drang beint til Belgíu í brotjárnsvinnslu enda er hann ónýtur að því leiti að engan veginn borgar sig að gera við hann,” segir Bjarni Stefán. “Okkur var sagt að hann yrði fluttur í vor og vonandi þýðir það að við verðum lausir við hann í maí.”

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.