Sett ströng skilyrði um sölu gistingar í íbúðarhúsum á Seyðisfirði

Ný samþykkt var gerð í bæjarstjórn Seyðisfjarðarkaupsstaðar á dögunum til að stemma stigu við aukinni ásókn í að selja gistingu í íbúðarhúsnæði. Samþykktin setur ströng skilyrði um útleigu íbúaðarhúsnæðis til gistingar.

Í Seyðisfjarðarkaupstað hefur ásókn aukist í að breyta notkun íbúðarhúsa til sölu gistingar á þann hátt sem fellur ekki undir húsaleigulög. Samþykktin er sett til að tryggja að farið sé að lögum og að skipulags- og samkeppnissjónarmiða sé gætt.

Samþykktin er tvær greinar sem fjalla annarsvegar um heimagistingu og hins vegar íbúðagistingu. Heimagisting er skilgreind þannig að um sé að ræða sölu gistingar á heimili leigusala. Verður slík gisting samkvæmt samþykktinni einungis heimiluð að undangenginni grenndarkynningu og að uppfylltum ströngum skilyrðum tengdum bílastæðum, merkingu starfseminnar og fleiru.

Íbúðagisting, það er útleiga heilla íbúða til gistingar í skemmri tíma, er hins vegar með samþykktinni óheimil nema þar sem það samræmist aðal- og deiliskipulagi og þá einnig að uppfylltum ströngum skilyrðum eins og heimagistingin.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar