Borgarafundur um millilandaflug

Millilandaflug um Egilsstaðaflugvöll verður til umræðu á borgarafundi sem haldinn verður á Hótel Héraði næstkomandi fimmtudag.


Tilgangur fundarins er að meta aðgerðir og undirbúning vegna flugsins og móttöku og þjónustu við farþega svo og að ræða tækifærin sem felast í millilandaflugi.

Fundurinn er haldinn á vegum Fljótsdalshéraðs og Þjónustusamfélagsins á Héraði og hefst klukkan 16:00.

Dagskráin verður sem hér segir:

  • María Hjálmarsdóttir, verkefnastjóri Austurbrú – „Tækifæri og áskoranir í millilandaflugi um Egilsstaðaflugvöll”.
  • Jörundur Ragnarsson – „Egilsstaðaflugvöllur, til þjónustu reiðubúinn“.
  • Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs – „Undirbúningur fyrir flugtak – hlutverk sveitarfélagsins“.
  • Sigrún Hólm Þórleifsdóttir, formaður Þjónustusamfélagsins á Héraði - „Hvaða þýðingu hefur millilandaflug fyrir okkur og hvað þurfum við að gera“.
  • Umræður.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar