Borgarafundur um millilandaflug

Millilandaflug um Egilsstaðaflugvöll verður til umræðu á borgarafundi sem haldinn verður á Hótel Héraði næstkomandi fimmtudag.


Tilgangur fundarins er að meta aðgerðir og undirbúning vegna flugsins og móttöku og þjónustu við farþega svo og að ræða tækifærin sem felast í millilandaflugi.

Fundurinn er haldinn á vegum Fljótsdalshéraðs og Þjónustusamfélagsins á Héraði og hefst klukkan 16:00.

Dagskráin verður sem hér segir:

  • María Hjálmarsdóttir, verkefnastjóri Austurbrú – „Tækifæri og áskoranir í millilandaflugi um Egilsstaðaflugvöll”.
  • Jörundur Ragnarsson – „Egilsstaðaflugvöllur, til þjónustu reiðubúinn“.
  • Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs – „Undirbúningur fyrir flugtak – hlutverk sveitarfélagsins“.
  • Sigrún Hólm Þórleifsdóttir, formaður Þjónustusamfélagsins á Héraði - „Hvaða þýðingu hefur millilandaflug fyrir okkur og hvað þurfum við að gera“.
  • Umræður.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.