Bíll og hjólhýsi eyðilögðust við að fjúka út af

Jepplingur og hjólhýsi eyðilögðust þegar vindhviða feykti feykti þeim út af á Jökuldal í gær. Fólkið í bílnum slapp án meiðsla.


Atvikið átti sér stað um klukkan sjö í gærkvöldi skammt frá bænum Hofteigi á Jökuldal. Að sögn lögreglu var „ekki stætt fyrir roki“ á Jökuldanum í gær.

Farartækin voru fjarlægð af vettvangi í gærkvöldi en fólkið sem var á ferð í bílnum fékk að fara heim að lokinni skoðun.

Umferðin gekk nokkuð vel í gær en hún var þung, sérstaklega í gær og nokkuð um hraðakstur. Margt fólk var að koma af Norðurlandi enda mikið þar að gerast um helgina svo sem Handverkshátíð, Fiskidagurinn mikli, fótboltamót og ættarmót.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.