Bíll brann við Egilsstaði

Bifreið, sem var að koma inn í Egilsstaði ofan af Fagradal á öðrum tímanum í nótt, er gjörónýt eftir að kviknaði í henni. Nokkuð var um útköll hjá björgunarsveitum í veðurofsanum í gærkvöldi.


Ekki er vitað hvers vegna kviknaði í bílnum en vera má að rokið hafi hjálpað til við að breiða út eldinn þannig að bíllinn varð alelda. Ökumaður var einn í bílnum og var kominn út úr honum þegar aðstoð barst.

Sjúkrabíll á leið yfir Oddsskarð fauk út af veginum klukkan níu í gærkvöldi og festist. Björgunarsveitin Brimrún frá Eskifirði fór á staðinn og aðstoðaði við að ná honum aftur upp á veg svo hann gæti haldið áfram ferð sinni til Egilsstaða.

Ferðalangar lentu í vandræðum þegar bíll þeirra bilaði á Jökuldalsheiði og rúða brotnaði í Menntaskólanum á Egilsstöðum.

Tré fauk í garði á Egilsstöðum og sumarbústaður færðist til á iðnaðarlóð. Bátur var við það að losna frá bryggju á Reyðarfirði.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.