Austurland eini landshlutinn án smits

Austurland er eini landshlutinn þar sem enn hefur ekki greinst Covid-19 smit í vikunni, samkvæmt nýjustu tölum á frá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra og Landlækni.

Í gær greindust 75 tilfelli um allt land sem dreifast um svo til allt landið nema Austurland. Ekkert smit hefur verið staðfest eystra enn.

Fjórir eru í sóttkví í fjórðungnum, þremur fleiri en í gær.

Í tilkynningu aðgerðastjórnar almannavarnanefndar Austurlands í gær voru íbúar áminntir um að meiri fjarlægð milli einstaklinga væri betri en minni. Þess vegna væri öruggara að halda tveggja metra fjarlægð meðan útbreiðsla smitanna sem greinst hafa síðustu daga kæmi í ljós frekar en eins metra bili sem mælt er með í lögum. Þá ítrekaði aðgerðastjórnin mikilvægi handþvottar og sprittnotkunar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar