Austfirðingum boðið á færeyska atvinnulífssýningu

runavik_heimsokn_0001_web.jpg
Þriggja manna sendinefnd frá Rúnavík, vinabæ Fljótsdalshéraðs, heimsótti atvinnulífssýninguna Okkar samfélag sem haldin var nýverið á Egilsstöðum. Austfirskum fyrirtækjum var á móti boðið á stærstu atvinnusýningu Færeyja í haust.

Sendinefndina skipuðu þau Sæunn Ólavsdottir Hansen, varabæjarstjóri, Sølvi Reinert Hansen, fræðslustjóri, og Rannvá Troest, stjórnandi Faroexpo sýningarinnar.

Sýningin er sú stærsta í færeysku atvinnulífi og ferðast á milli byggðarlaga í Færeyjum en að þessu sinni verður hún haldin í Rúnavík. Fulltrúum fyrirtækja af Héraði var boðið til fundar með Færeyingunum og að taka þátt í sýningunni í október.

Samstarf sveitarfélaganna var rætt á breiðum grundvelli, meðal annars í menningar- og íþróttamálum en gestirnir tóku þátt í héraðshátíðinni Ormsteiti.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.