Austfirðingum boðið á færeyska atvinnulífssýningu

runavik_heimsokn_0001_web.jpg
Þriggja manna sendinefnd frá Rúnavík, vinabæ Fljótsdalshéraðs, heimsótti atvinnulífssýninguna Okkar samfélag sem haldin var nýverið á Egilsstöðum. Austfirskum fyrirtækjum var á móti boðið á stærstu atvinnusýningu Færeyja í haust.

Sendinefndina skipuðu þau Sæunn Ólavsdottir Hansen, varabæjarstjóri, Sølvi Reinert Hansen, fræðslustjóri, og Rannvá Troest, stjórnandi Faroexpo sýningarinnar.

Sýningin er sú stærsta í færeysku atvinnulífi og ferðast á milli byggðarlaga í Færeyjum en að þessu sinni verður hún haldin í Rúnavík. Fulltrúum fyrirtækja af Héraði var boðið til fundar með Færeyingunum og að taka þátt í sýningunni í október.

Samstarf sveitarfélaganna var rætt á breiðum grundvelli, meðal annars í menningar- og íþróttamálum en gestirnir tóku þátt í héraðshátíðinni Ormsteiti.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar