Aurflóð lenti á húsum á Seyðisfirði

Aurflóð sem féll Þófalæk á Seyðisfirði í nótt lenti á tveimur húsum. Annað þeirra er talsvert skemmt. Lækurinn er þekktur skriðufarvegur.


„Þetta er mannskæðasti Íslandssögunnar. Það koma reglulega skriður þarna niður,“ segir Bjarki Borgþórsson, eftirlitsmaður hjá Veðurstofu Íslands á Seyðisfirði.

„Vegleg spýja“ kom niður farveginn á milli klukkan 11 í gærkvöldi og 3 í nótt, skammt utan við gistiheimilið Norðursíld. Spýjan tók veginn út með firðinum í sundur en honum hafði þá þegar verið lokað vegna skriðuhættu.

Skriðan átti upptök sín ofarlega í fjallinu, upp undir Strandartindi og flutti með sér stór björg. Hún lenti á tveimur húsum, öðru mannlausu íbúðarhúsi, hinu skemmu sem virðist hafa skemmst talsvert.

Árið 1950 fórst móðir og fjögur börn hennar þegar skriða úr farveginum lenti á húsi þeirra stóð ofan við veginn.

Fleiri minni skriður féllu út með firðingum að sunnanverðu í vatnsveðrinu í gær. Seint í gærkvöldi dró úr rigningunni og síðan hefur sjatnað í ám og lækjum á Seyðisfirði. Bæjarstarfsmenn voru í morgun að laga veginn þar sem skriðan féll.

Bjarki telur mestu skriðuhættuna að baki en áfram verði fylgst með. „Við höfum augun á fjallinu. Það gætu komið spýjur.“

Mynd frá í gærkvöldi: Birkir Friðriksson
Myndir frá í morgun: Bjarki Borgþórsson. Fleiri myndir og nánari lýsingu má lesa hjá Veðurstofu Íslands

thofalaekur sfk juni17 web

thofalaekur sfk juni17 web 2

thofalaekur sfk juni17 web 3

thofalaekur sfk juni17 web 4

thofalaekur sfk juni17 web 5

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar