Allir þingmenn Framsóknar gefa kost á sér áfram

Allir þingmenn Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi gefa kost á sér til áframhaldandi þingmennsku en þrír þeirra eiga lögheimili á Austurlandi. Þetta tilkynntu þeir á aukakjördæmis þingi í dag.


Formaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tilkynnti að hann sæktist eftir fyrsta sætinu. Þau Höskuldur Þórhallsson, Líneik Anna Sævarsdóttir og Þórunn Egilsdóttir tilgreindu ekki hvaða sæti þau sæktust eftir.

Valið verður á listann á tvöföldu kjördæmisþingi þann 17. September næstkomandi.

Á þinginu var felld tillaga um að flýta flokksþingi og halda það fyrir kosningarnar í október en forusta flokksins er kosin á flokksþingi. Tvö önnur kjördæmisþing framsóknarmanna samþykktu hins vegar að flýta flokksþingi.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.