Aftur gul veðurviðvörun á Austurlandi og Austfjörðum

Aftur er gul veðurviðvörun á Austurlandi að Glettingi og Austfjörðum frá síðdegi í dag. Raunar er gul veðurviðvörun um allt landið nema vesturhluta þess.

Á vefsíðu Veðurstofunnar segir að á Austurlandi að Glettingi er gert ráð fyrir suðvestan stormi 18-25 m/s og 35 m/s í hviðum, einkum norðan til. Varasamar aðstæður fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Fólki er bent á að tryggja lausamuni til að fyrirbyggja foktjón. Viðvörunin gildir frá klukkan fimm í dag og til kl fimm í nótt.

Á Austfjörðum er gert ráð fyrir suðvestan stormi 18-25 m/s og 35 m/s í hviðum, einkum norðan til. Varasamar aðstæður fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Fólki er bent á að tryggja lausamuni til að fyrirbyggja foktjón. Gildir frá klukkan fimm í dag til klukkan þrjú í nótt.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar