Aðeins tveir eftir smitaðir

Aðeins tveir einstaklingar eru eftir með virkt Covid-19 smit á Austurlandi og jafnmargir í sóttkví.

Þetta kemur fram í tölum á Covid.is. Staðan eystra hefur því batnað verulega í vikunni.

Í byrjun hennar voru sex í einangrun vegna smits og 23 í sóttkví. Á föstudag voru enn 18 í sóttkví. Í báðum hópum fækkaði verulega í gær og aftur í dag. Sléttar tvær vikur eru síðan síðast greindist nýtt smit á Austurlandi.

En þótt staðan hafi batnað standa enn áminningar um að halda samskiptafjarlægð, huga vel að smitvörnum og halda sig heima og hafa samband við heilsugæslu finni fólk fyrir einkennum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar