Á hugmyndin þín ekki viðskiptatækifæri skilið?

Kynningarfundur um verkefnið Ræsing Vopnafjarðar verður haldinn í Kaupvangi á morgun miðvikudag.

Nýsköpunarmiðstöð Íslands í samstarfi við sveitarfélag leitar að góðum viðskiptahugmyndum sem kunna að auka við flóru atvinnulífs í sveitarfélaginu.

Einstaklingar, hópar og fyrirtæki eru hvött til þess að senda inn viðskiptahugmyndir og sækja um þátttöku í verkefninu. Dómnefnd velur umsóknir til áframhaldandi þróunar og fullbúin viðskiptaáætlun er unnin, með það í huga að verkefnið sé tilbúið til fjárfestakynningar og reksturs.

Þátttakendur fá 12 vikur til að vinna viðskiptaáætlun fyrir verkefnin sín en á þeim tíma fá aðstandendur verkefnanna mikinn stuðning verkefnisstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar við gerð viðskiptaáætlunarinnar og hugsanlega við vöruþróun og frumgerðasmíði.

Katrín Jónsdóttir er verkefnastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á Austurlandi.

„Allir eru velkomnir og verkefnið er fyrir alla sem luma á góðum hugmyndum. Við fórum af stað með Ræsingu á Fljótsdalshéraði í apríl og þar komu upp sextán hugmyndir. Ég skynja mikinn áhuga hér á Vopnafirði og veit af fjölmörgum hugmyndum sem ættu skilð að líta dagsins ljós.“

Fundurinn hefst klukkan 12:00, aðgangur er ókeypis og súpa í boði fyrir svanga.

Nánar má lesa um verkefnið hér.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.