Enn bætir í vindinn: Lausar þakplötur á álverinu

Björgunarsveitir voru kallaðar út um klukkan sex í morgun til að aðstoða við hefta fok á þakplötum af álverinu í Reyðarfirði.


Þær upplýsingar fengust hjá Fjarðaáli að plötur hefðu verið að fjúka að skrifstofubyggingu álversins. Fokið hefði ekki verið alvarlegt en aðstoð björgunarsveita mikil metin.

Á Eskifirði var björgunarsveit kölluð út til að huga að bátum sem voru að losna í höfninni og lausra þakplatna.

Bætt hefur í vindinn eftir því sem liðið hefur á nóttina og mesta vindstyrknum er spáð á milli klukkan átta og tíu.

Snarpasta hviðan sem mælst hefur var á Vatnsskarði eystra um klukkan sex í morgun, 71 m/s. Meðalvindhraði þar hefur vart farið undir 30 m/s síðan klukkan níu í gærkvöldi.

Á Seyðisfirði er mikið vatn á götum bæjarins og munu heimamenn vart hafa séð annað eins. Mesta úrkoman á landinu frá miðnætti er þar, 36 mm og 9 stiga hiti.

Rafmagnið fór af bænum í tíu mínútur eftir klukkan fjögur í morgun þegar lína leysti út. Líkt og á fleiri stöðum á Austurlandi hafa bæjarbúar átt erfitt með svefn vegna hávaðans í rokinu.

Úr aðgerðastjórn á Egilsstöðum. Mynd: GG

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.