Ferðamenn dregnir upp úr Austdalsá

torleidi skalanes austdalssaBjörgunarsveitin Ísólfur á Seyðisfirði var kölluð út nú síðdegis þegar beiðni um aðstoð barst frá tveimur erlendum ferðalöngum sem fest höfðu bílaleigubíl sinn á leiðinni í Skálanes, nánar tiltekið í Austdalsánni.

Björgunarsveitin fór þegar á staðinn. Þegar þangað var komið höfðu ferðamennirnir náð að koma sér sjálfir upp á bakkann hinu megin en bíllinn var enn í miðri ánni.

Björgunarsveitin dró bílinn upp á bílaplan við ánna og sótti ferðafólkið yfir ánna. Það var heilt á húfi og verður flutt til Seyðisfjarðar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar