Sigurbjörg Ingunn ráðin tónskólastjóri á Seyðisfirði

seydisfjordur april2014 0006 webSigurbjörg Ingunn Kristínardóttir hefur verið ráðin skólastjóri við Tónlistarskóla Seyðisfjarðar til eins árs.

Sigurbjörg er tónmenntakennari frá Tónlistarskóla Reykjavíkur. Hún hefur starfað sem kennari við tónlistarskóla Seyðisfjarðar og organisti við Seyðisfjarðarkirkju.

Áður starfaði hún sem skólastjóri og kennari við tónlistarskóla, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands á Akureyri, organisti og fleiri störf tengd tónlist.

Auk hennar sótti Jón Hilmar Kárason, tónlistarmaður í Neskaupstað, um starfið.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar