Jónína Rós gefur kost á sér í annað sætið hjá Samfylkingunni

jonina_ros_gudmundsdottir_sept_2012.jpg

Jónína Rós Guðmundsdóttir, alþingismaður, býður sig fram í annað sætið á lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi í prófkjöri flokksins í byrjun nóvember. Jónína settist á þing 2009 en hún var í þriðja sæti listans í þeim kosningum.

 

„Ég hef átt sæti á Alþingi frá 2009 og öðlast við það fjölþætta þekkingu og reynslu bæði af störfum mínum í ýmsum nefndum innan þings og utan, á ferðum mínum um víðfeðmt kjördæmi og til Evrópu vegna starfa í þingmannanefnd EFTA og EES,“ segir í tilkynningu frá Jónínu.

„Ég hef lagt mesta áherslu á velferðarmál, ár mín á þingi,enda verið varaformaður heilbrigðis – og velferðarnefndar um skeið. En ég hef viljað afla mér víðtækari þekkingar og reynslu með því að starfa tímabundið í stjórnskipunar – og eftirlitsnefnd, allsherjar – og menntamálanefnd, iðnaðarnefnd og nú síðast tók ég sæti 2. varaformanns í atvinnuveganefnd. Þá er ég varaformaður Íslandsdeildar þingmannaráðstefnunnar um norðurskautsmál og á sæti í Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins.

Ég hef unnið markvisst í þágu fatlaðs fólks með formennsku í samráðsnefnd um yfirflutning á málaflokknum frá ríki til sveitafélaga og vinnu við framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks. Þá sit ég í starfshópi velferðarráðherra um endurskoðun á lögum um almannatryggingar.

Þessi ár hafa veitt mér innsýn í fjölbreytt störf löggjafasamkomunnar og hvernig nýta má þau í þágu fólks á landinu öllu. Fyrri reynsla mín sem íbúi og sveitarstjórnarkona á landsbyggðinni, bætist við þingreynsluna og auðveldar mér að vinna áfram að gerð trausts ramma um efnahag, umhverfi og félagslegar aðstæður samfélaga, fyrirtækja, fjölskyldna og einstaklinga um allt land, í anda jafnaðarstefnunnar.“

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar