34 umsóknir í Hvatasjóð Seyðisfjarðar

Á fjórða tug umsókna barst í Hvatasjóð Seyðisfjarðar um uppbyggingu í atvinnulífi en hann er hluti uppbyggingarverkefnis sem ríkisstjórnin, Múlaþing og Austurbrú komu á fót á Seyðisfirði í kjölfar skriðanna í desember.

Hlutverk sjóðsins er að styrkja fjárhagslega verkefni sem miða að endurreisn og stuðningi við atvinnulíf og til að styrkja nýsköpunar- og þróunarverkefni í byggðalaginu.

„Þessi fjöldi umsókna sýnir þrautseigju og sköpunarkraft samfélagsins á Seyðisfirði og felur í sér fjölda tækifæra til uppbyggingar,“ er haft eftir Gauta Jóhannessyni, formanni verkefnisstjórnar Seyðisfjarðarverkefnisins í tilkynningu.

Alls sóttu 27 fyrirtæki, einstaklingar og aðrir um stuðning við 34 fjölbreytt verkefni en 55 milljónir eru til úthlutunar að þessu sinni úr verkefninu. Fagráð Hvatasjóðsins fer nú yfir umsóknirnar og er gert ráð fyrir að úthlutað verði úr honum um miðjan maí.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.