Styðja kröfu um 300 þúsund króna lágmarkslaun

sjomadur fundurStjórn kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi styður kröfu Starfsgreinasambands Íslands um að lágmarkslaun skuli hækkuð í 300 þúsund krónur á mánuði.

Þetta kemur fram í ályktun sem ráðið sendi frá sér nýverið. Þar segir að undirstaða þess að búa í réttlátu og jöfnu samfélagi sé að grundvallar lífsgæði séu tryggð og allir geti lifað mannsæmandi lífi fyrir dagvinnu sína.

„Það er sjálfsögð krafa að bæta lífsgæði fólks á Íslandi og löngu tímabært að bæta kjör þeirra sem höllum fæti standa í samfélaginu."

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar