Styðja kröfu um 300 þúsund króna lágmarkslaun

sjomadur fundurStjórn kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi styður kröfu Starfsgreinasambands Íslands um að lágmarkslaun skuli hækkuð í 300 þúsund krónur á mánuði.

Þetta kemur fram í ályktun sem ráðið sendi frá sér nýverið. Þar segir að undirstaða þess að búa í réttlátu og jöfnu samfélagi sé að grundvallar lífsgæði séu tryggð og allir geti lifað mannsæmandi lífi fyrir dagvinnu sína.

„Það er sjálfsögð krafa að bæta lífsgæði fólks á Íslandi og löngu tímabært að bæta kjör þeirra sem höllum fæti standa í samfélaginu."

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.