Eiðar ekki enn seldir

eidarEkkert er enn frágengið um hugsanlega starfsemi Hildibrand hótel á Eiðum. Fyrirtækið og núverandi eigandi, Sigurjón Sighvatsson, skoða nú möguleika á samstarfi á staðnum.

Í tilkynningu sem Hildibrand hótel sendi frá sér í kvöld segir að fjölmiðlar hafi ekki haft rétt eftir Guðröði Hákonarsyni, einum forsvarsmanna fyrirtækisins.

Áréttað er að Eiðastaður hafi hvorki verið seldur né gengið frá kaupsamningi um staðinn.

Þar segir hins vegar að það rétta í málinu sé að samningaviðræður séu í gangii milli Hildibrand Hótels og Sigurjóns um aðkomu Hildibrand að uppbygginu og framtíð Eiðastaðar í samstarfi við Sigurjón.

Nánar verði skýrt frá málinu þegar samningar um samstarf sé lokið.

Í fundargerð bæjarráðs Fljótsdalshéraðs segir að Guðröður hafi komið á fund ráðsins í dag fyrir hönd óstofnaðs hlutafélags og óskað eftir að sveitarfélagið félli frá forkaupsrétti sínum á Eiðum. Bæjarráð féllst á að beina því til bæjarstjórnar að gera það. Málið verður tekið þar fyrir á miðvikudag.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.