Ljóð á vegg: Auglýsa eftir ljóðum frá konum á öllum aldri á Fljótsdalshéraði

ljod a veggÍ tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi auglýsir stjórn verkefnisins „Ljóð á vegg“ eftir ljóðum eftir konur á öllum aldri, búsettum á Fljótsdalshéraði, til birtingar á veggjum nokkurra húsa í sveitarfélaginu.

Fyrirhugað er að birta alls tólf ljóð með þessum hætti og mun stjórn verkefnisins velja þau úr innsendu efni. Ljóðin mega ekki vera meira en átta línur, en efni þeirra er frjálst.

Hægt er að senda ljóðin í pósti á Fljótsdalshérað, Lyngási 12, 700 Egilsstaðir, eða netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., með upplýsingum um höfund. Skilafrestur er til 20. apríl 2015.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar