Opinn kynningarfundur um sóknarfæri Stöðvarfjarðar

thokusetur ibuafundur 0010 webStarfshópur um sóknarfæri Stöðvarfjarðar heldur kynningarfund um tillögur sínar í menningarsal Stöðvarfjarðar í kvöld.

Hópurinn var skipaður í nóvember og segir í tilkynningu hans að strax hafi verið lögð áhersla á góða samvinnu við bæjarbúa. Viðbrögð íbúa hafi verið „ánægjuleg og jákvæð" og skipt miklu máli fyrir vinnuna.

Hópurinn skilar á næstu dögum tillögum til bæjarráðs Fjarðabyggðar en þær verða fyrst bornar undir íbúa til rýnis og umræðu á fundinum í kvöld.

Hópinn skipa Ívar Ingimarsson, Rósa Valtingojer og Ásta Kristín Sigurjónsdóttir.

Fundurinn í kvöld hefst klukkan 20:00 í menningarsal Sköpunarmiðstöðvarinnar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar