Dýrustu árskortin í sund á Austurlandi

Ný mynd sundnes webDýrasta árskortið í sund er á Fljótsdalshéraði og það þriðja dýrasta í Fjarðabyggð. Í Fjarðabyggð er einnig að finna dýrustu stöku stundmiðana fyrir fullorðna.

Þetta kemur fram í nýrri verðkönnun ASÍ hjá 15 stærstu sveitarfélögum landsins sem birt var í dag.

Árskort fullorðinna í sund kostar 35.700 krónur hjá Fljótsdalshéraði en 33.000 krónur í Fjarðabyggð. Á milli kemur Akureyri þar sem árskortið kostar 33.000 krónur. Ódýrast er árskortið á Ísafirði, 16.000 krónur.

Árskortið hjá Fljótsdalshéraði hækkaði um 10% á milli ára en 3% hjá Fjarðabyggð líkt og sex öðrum sveitarfélögum í könnuninni.

Í Fjarðabyggð kostar stakur sundmiði 650 krónur líkt og í Reykjavík en miðarnir eru dýrastir þar. Á Fljótsdalshéraði kostar sundmiðinn 600 krónur eins og í fimm öðrum sveitarfélögin. Bæði sveitarfélögin hækkuðu sundmiða sína um 50 krónur. Ódýrastur er sundspretturinn á Akranesi, 415 krónur.

Óvenju hagstætt er hins vegar að kaupa tíu miða kort eystra, það kostar 3.800 krónur í Fjarðabyggð en 4.150 á Fljótsdalshéraði. Dýrast er kortið í Kópavogi, 4.700 krónur en ódýrast í Vestmannaeyjum, 3.400 krónur.

Dýrasta árskortið fyrir börn á grunnskjólaaldri er einnig á Fljótsdalshéraði, 15.400 krónur en þriðja dýrast í Fjarðabyggð, 11.500 krónur. Á milli kemur Garðabær þar sem árskortið kostar 14.000 krónur. Fjögur sveitarfélög bjóða ekki upp á slík kort en ódýrast er það á Akureyri, 2.000 krónur.

Stakur sundmiði er dýrastur í Ísafjarðarbæ, kostar 290 krónur en næst dýrastur á Fljótsdalshéraði, 270 krónur. Í Fjarðabyggð kostar hann 200 krónur. Ódýrast er á Seltjarnarnesi, 120 krónur.

Tíu miða kortið er sömuleiðis dýrast í Ísafjarðarbæ, 2.275 krónur en næst dýrast á Fljótsdalshéraði og Skagafirði, 1.650 krónur. Það kostar 1.150 krónur í Fjarðabyggð. Ódýrast er það í Hafnarfirði, 870 krónur.

Úttektina í heild sinni má sjá á vef ASÍ.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.