Fjarðabyggð til framtíðar: Vitum að það eru miklar skoðanir um málin

pall bjorgvin gudmundsson 2014 skoriÍ kvöld byrjar þriggja daga fundaferð á vegum sveitarfélagsins Fjarðabyggðar í þéttbýliskjörnum sveitarfélagsins undir yfirskriftinni „Fjarðabyggð til framtíðar." Það verður stefna sveitarfélagsins í ýmsum málaflokkum rædd með íbúum. Bæjarstjórinn segir vilja til að nýta betur þá krafta sem sveitarfélagið bjóði upp á.

„Við teljum að við þurfum að ná auknum árangri í rekstri sveitarfélagsins því við þurfum svigrúm til framkvæmda í stækkandi samfélagi svo við getum tekist á við óvænta atburði.

Sveitarfélagið er á fínum stað en við þurfum að gera betur, einkum þegar horft er til A-hluta sveitasjóðs. Við vitum að það eru miklar skoðanir um þessi mál og við viljum fara í kjarnana fimm til að heyra skoðanir íbúanna," segir Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri.

Við fjárhagsáætlanagerð í haust fór af stað töluverð umræða um fjármál sveitarfélagsins, sérstaklega eftir hugmyndir um breytingar í skólamálum voru kynntar. Horfið var frá þeim flestum í bili en ákveðið að fá KPMG til að vinna heildarúttekt á rekstri sveitarfélagsins.

Skipt verður upp í málefnahópa á fundunum en sérstök áhersla verður lögð á skólamálin og leiðir Ingvar Sigurgeirsson, sérfræðingur hjá Skólastofunni, þá vinnu.

„Við ræðum alla málaflokka en fáum sérfræðing í skólamálin enda taka þau um helming skattfjárins," segir Páll Björgvin um aðkomu Ingvars sem mun heimsækja skólana í Fjarðabyggð í vikunni.

Gert er ráð fyrri að KPMG skili tillögum sínum í byrjun mars. „Við viljum hafa samráð við íbúana og heyra hvaða skoðanir þeir hafa til að mynda sameiginlega sýn í sameinuðu sveitarfélagi. Við viljum ná enn meiri árangri í rekstrinum og nýta betur þá krafta sem sameinað sveitarfélag býður upp á."

Fundirnir verða sem hér segir:

20. janúar
Skólamiðstöð Fáskrúðsfjarðar, 17:00-19:00
Grunnskóla Stöðvarfjarðar 20:00-22:00

21. janúar
Grunnskóla Reyðarfjarðar 17:00-19:00
Grunnskóla Eskifjarðar 20:00-22:00

22. janúar
Nesskóla 20:00-22:00

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.