Ný aðstaða í Oddskarði fyrir snjóbretti

Fjardabyggd brettafelagFjarðabyggð og Brettafélag Fjarðabyggðar undirrituðu í dag samstarfssamning um uppbyggingu á aðstöðu í Oddsskarði til snjóbrettaiðkunar.

Samningurinn var undirritaður í Skíðamiðstöðinni í Oddsskarði síðdegis í dag. Um stórt skref er að ræða fyrir Brettafélagið, sem hefur á skömmum tíma tekist að byggja upp öflugt félagsstarf í Fjarðabyggð fyrir þessa skemmtilegu og kraftmiklu vetraríþrótt.

Samningurinn nær m.a. til kaupa á reilum (e. rails), sem munu gjörbreyta allri aðstöðu brettafólks til hins betra. Brettafélagið mun sjá um uppbygginu aðstöðunnar í samstarfi við forstöðumann skíðamiðstöðvarinnar, s.s. innkaup, aðflutning á búnaði og uppsetningu.

Brettafélagið mun einnig sjá um fjármögnun gegn árlegu 500.000 þús. kr. framlagi frá sveitarfélaginu næstu fimm árin, eða alls 2,5 milljón kr. Hefur félagið, á grundvelli samningsins við Fjarðabyggð, gert samkomulag við SÚN, Samvinnufélag Útgerðarmanna í Neskaupstað, um samsvarandi fjárframlag og vaxtalausa endurgreiðslu þess á samningstímanum.

Mynd: Hér takast í hendur Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri og Birgi Örn Tómasson, formaður Brettafélags Fjarðabyggðar, að undirritun lokinni. Við hlið bæjarstjóra situr Guðmundur Halldórsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi Fjarðabyggðar. Standandi eru stjórnarmenn félagsins og aðrir velunnarar íþróttarinnar ásamt Dagfinni Ómarssyni, forstöðumanni Skíðamiðstöðvarinnar í Oddsskarði.

Það var vefur Fjarðabyggðar sem greindi frá.



Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.