Fyrsta skóflustungan tekin að nýjum leikskóla í Neskaupstað

IMG 3756 webLeikskólabörn á Sólvöllum aðstoðuðu þegar fyrsta skóflustungan var tekin að nýjum leikskóla á Neseyri í Neskaupstað í gær. Gert er ráð fyrir að nýi skólinn verði tekinn í notkun síðsumars 2016.

Það voru þeir Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri, Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar og Guðgeir Sigurjónsson, framkvæmdastjóri hjá VHE sem reisa mun skólann, sem tóku fyrstu skóflustungurnar ásamt leikskólabörnunum. Bæjarstjórinn gróf síðan fyrstu vélskófluna undir leiðsögn verktakans.

Um nokkurt skeið hefur legið fyrir að fjölga þyrfti leikskólaplássum á Norðfirði umtalsvert. Í ávarpi forseta bæjarstjórnar kom m.a. fram að fyrst hafi verið hreyft við nauðsyn þess að byggja nýjan leikskóla árið 2005. Það sé því afar ánægjulegt, að framkvæmdir séu loks hafnar.

Framkvæmdin hefur hins vegar umdeild. Deilurnar hafa snúist um legu Nesgötunnar við hlið skólans en minnihluti bæjarstjórnar vildi að hún yrði færð niður fyrir skólann. Hún liggur á milli væntanlegs leikskóla og grunnskóla. Á kosningafundum í vor voru meðal annars viðraðar hugmyndir um að leggja götuna í stokk.

Á nýja leikskólanum verða átta deildir og rúm fyrir allt að 160 börn. Áætlaður framkvæmdatími er hálft annað ár og er gert ráð fyrir að nýi leikskólinn verði tekinn í notkun í ágúst 2016. Um hönnun sá P ARK teiknistofa og er heildarkostnaður áætlaður um 500 milljónir króna.

Myndir: Kristín Hávarðsdóttir

IMG 3718 webIMG 3771 webIMG 3791 web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar