Rafmagn aftur á í Skriðdal á þriðja tímanum

raflinur skriddalRafmagn komst aftur á í Skriðdal rétt fyrir klukkan þrjú í nótt. Rúma tíu tíma tók að finna bilunina.

Rafmagn fór út á Völlum, í Fljótsdal og Skriðdal rétt fyrir klukkan ellefu í gærmorgun. Fljótlega tókst að koma aftur á rafmagni í Fljótsdal og á Völlum en Skriðdælingar þurftu að bíða.

Viðgerðarflokkar RARIK fundu loks bilunina í jörð rétt fyrir klukkan tíu í gærkvöldi. Tengingu var komið á þar til varahlutir bárust og rafmagnið tekið aftur af meðan þeim var komið fyrir upp úr klukkan tvö.

Allt var komið í samt lag rétt fyrir klukkan þrjú í nótt, að því fram kemur á vef RARIK.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar