Nýir eigendur tóku við kjörbúðinni á Borgarfirði í morgun: Fengum ekki langan umhugsunarfrest

samkaup straxÞað voru heldur betur sviptingar á Borgarfirði Eystri um helgina þegar Samkaup seldi verslun sína þar á föstudaginn. Það voru hjónin Arngrímur Viðar Ásgeirsson og Þórey Sigurðardóttir sem keyptu búðina, en Borgfirðingar þekkja hjónakornin vel þar sem þau hafa rekið gistiheimilið Álfheimar á svæðinu síðan 2008.

„Við fengum ekki mjög langan umhugsunarfrest. Það var bara hringt í okkur frá Samkaupum og við spurð hvort við hefðum áhuga á að taka við þessu þar sem það erfitt var að manna búðina. Í raun var þetta eiginlega þannig að ef við ætluðum að taka þetta þá yrðum við að taka þetta strax. Þetta gerðist bara á nokkrum dögum og var ákveðið núna á föstudaginn,“ segir Þórey í samtali við Austurfrétt.

Eiga íbúar von á einhverjum breytingum? „Við erum eiginlega ekki komin svo langt. Það verða kannski einhverjar breytingar á opnunartíma og einhverjar breytingar á vöruúrvali en það kemur allt í ljós. Annars erum við bara spennt fyrir þessu nýja verkefni og þetta leggst bara ágætlega í okkur. Við finnum líka fyrir jákvæðni frá bæjarbúum sem er alltaf gott veganesti.“

En er búðin búin að fá nafn? „Nei nei“, segir Þórey og skellihlær. Við vorum bara að taka við. Við skötuhjúin mættum í búðina núna í morgun og erum bara að átta okkur á hlutunum.“ segir nýi verslunareigandinn brosandi að lokum.

Mynd: Af vef Borgarfjarðar Eystri.
 

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.