Skólaþing haldið í fyrsta skipti á Seyðisfirði í dag

HerðubreiðAthyglisverður viðburður verður á Seyðisfirði í dag kl 17: 30 þegar Seyðisfjarðarskóli stendur í fyrsta skipti fyrir skólaþingi. Allir foreldrar og forráðamenn eru boðaðir á þingið. Jafnframt eru nemendur frá 6. bekk og upp úr kallaðir til. Þessir aðilar munu, ásamt starfsfólki, skólans setjast í umræðuhópa og kryfja mikilvægar spurningar um skólastarfið.

Skólastjórnendur leggja áherslu á að sem flestir mæti til þingsins svo við getum unnið saman að mótun stefnu Seyðisfjarðarskóla. Nú er tækifæri fyrir foreldra og nemendur að láta í sér heyra á uppbyggilegan hátt. Þingforseti verður Ólafur H. Jóhannsson fyrrverandi kennari, skólastjóri og lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Þátttakendum verður boðið upp á súpu og brauð í matarhléi. Stefnt er að því að skólaþingið verði áralegur viðburður.

Skólaþing Seyðisfjarðarskóla verður haldið í félagsheimilinu Herðubreið þriðjudaginn 16. september kl 17:30-20:00.


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar